Um Cargo

UM OKKUR

Cargo sendibílaleiga sérhæfir sig í útleiga á sendibílum og kassabílum með lyftu til flutninga á búslóðum og vörum. Þú leigir bílinn og ekur sjálfur/sjálf og sparar þarf af leiðandi umtalsverðan kostnað.

Við leggjum okkur fram um að vera með góð verð á markaðnum og þjónusta viðskiptavini okkar vel.

BÍLAFLOTINN

Bílafloti okkar samanstendur af þrem stærðum af bílum. Í 1100 kg flokkunum erum við með minni sendibíla sem hafa alveg einstaklega góða aksturseiginleika og eyða litlu eldsneyti.

1200 kg flokkurinn eru kassabílar með lyftu sem eru einstaklega góður kostur til flutninga á stórum og meðalstórum búslóðum. Á þessa bíla þarf ekki meirapróf og eru þessir bílar sparsamir á eldsneyti.

Stærsti bíllinn okkar er Benz Atego, kassabíll með lyftu sem hefur 2500 kg burðargetu og lyftigetan er 750 kg. Þessi bíll er frábær ef um þyngri flutninga er að ræða og hentar einstaklega vel til flutninga á búslóðum út á land. Á þennan bíl þarf meirapróf eða hafa tekið ökupróf fyrir 1988.


LEIGJA SENDIBÍL

Leigutaki þarf að framvísa þarf ökuskírteini og kreditkorti sem tryggingu fyrir leigu sendibifreiðarinnar. Leigutaki þarf ekki að vera með meirapróf til að leigja sendibíl með burðargetu 1200 kg og undir.

Leigutaki leigir sendibílinn fullan af eldsneyti og skilar tanknum fullum.

Að auki er hægt að leigja tryllur sem eru frábærar til að flytja þvottavélar og ísskápa úr stað, brettatjakka ef um er að ræða vörur á brettum eða strappa til að festa vörurnar í bílunum.

OPNUNARTÍMI

Cargo sendibílaleiga er opin alla virka daga frá klukkkan 8:00 - 18:00 og um helgar frá klukkan 10:00 - 16:00.

HAFA SAMBAND

Cargo sendibílaleiga á Skemmuvegi 32 Bleik gata í Kópavogi, önnur gata fyrir neðan stórverslun BYKO.

Nánari upplýsingar er að finna í síma 566 5030 eða í gegnum tölvupóst info@cargobilar.is